Gagnleg usability tips

Flestir geta verið sammála um það að nytsemi vefja (e. usability) skipti máli.  Það er lykilatriði að notendur upplifi vefinn á jákvæðan hátt. Að baki liggja margra ára rannsóknir á hegðun og upplifun notenda, sem gera okkur kleift að gera betri vefi í dag.

Smashing Magazine birti á dögunum 10 gagnleg usability tips. Við hjá Sjá erum sannarlega sammála því sem þar kemur fram.  Kíkið á greinina hér.


Hvað er spunnið í opinbera vefi

Vorið 2005 tók Sjá að sér að framkvæma viðamikla úttekt á 246 vefjum ríkis og sveitarfélaga en þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi ? Megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Vefirnir voru metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis.
 
Þú getur nálgast skýrsluna hér fyrir neðan, veldu það snið sem hentar þér: