Könnun um aðgengismál

Allir eiga að geta skilið vefsíður og annað rafrænt efni annars er það ekki aðgengilegt. Alls kyns tækni er til sem aðstoðar fólk við að gera efni aðgengilegt. Þetta eru til dæmis stillingar til að stækka letur, breyta lit leturs, nota skjáþulur til upplesturs eða skjálesara (talgervla) til að skoða vefsíður.

Um þessar mundir erum við hjá Sjá að framkvæma könnun í þeim tilgangi að bæta þekkingu á því hvernig fólk nýtir þessa tækni. Sú þekking getur flýtt fyrir þróun í átt að aðgengilegri vefsíðum, betri tækja og ekki síður upplýsinga til þeirra sem jafnvel vita ekki af þeirri tækni sem býðst og nýta hana því ekki.

Þátttakendum er heitið fullum trúnaði og ekki verður hægt að rekja svör til einstaklinga. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar um könnunina geta haft samband við Sjá í gegnum netfangið sja@sja.is.
Könnunin verður opin til 15. apríl 2023.

Tengill á könnunina: https://www.surveymonkey.com/r/adgengismal


Niðurstöður könnunarinnar – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017

Úttektin var framkvæmd nú í sjöunda sinn, eða annað hvert ár frá árinu 2005. Tilgangur úttektarinnar er að meta opinbera vefi og bera saman, bæði með tilliti til þróunar en einnig milli stofnana.  Úttektin er mikilvægur stuðningur við þróun rafrænnar þjónustu.

Framkvæmdin var með svipuðu sniði nú og fyrri ár. Vefirnir voru skoðaðir og í framhaldinu fengu tengiliðir stofnana aðgang að sínu svæði á vef þar sem matið var birt og þeir gátu gert athugasemdir. Tengiliðir svöruðu einnig spurningum um vefinn og sína stofnun.

Matið sjálft fór fram um mánaðarmótin ágúst – september og í framhaldinu var könnunin opin fyrir svörun í um 3 vikur.

Svarhlutfall var aðeins betra nú en síðast eða um 80% á heildina.  Sveitarfélögin eru með lægsta svarhlutfallið eins og reyndar hefur verið í fyrri úttektum.

Það er ánægjulegt að sjá að þróunin er jákvæð, ágætis stökk upp frá fyrri úttekt.

Continue reading


Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017?

Könnunin Hvað er spunnið í opinbera vefi hefur nú verið send út. Úttektin er mikilvægt tæki til að meta gæði og fylgjast með þróun opinberra vefja. Eins og fyrr er áhersla á að innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku auk öryggis opinberra vefja. Þetta er í sjöunda sinn sem könnunin er framkvæmd, en hún hefur farið fram annað hvert ár frá 2005.

Continue reading


Niðurstöður – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Úttektin var nú framkvæmd í  sjötta sinn en hún hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 – það er því 10 ára afmæli núna. Tilgangurinn er að meta opinbera vefi og bera saman, bæði með tilliti til þróunar en einnig milli stofnana.  Eins hefur það sýnt sig að úttektin er mikilvægur stuðningur við þróun rafrænnar þjónustu. Framkvæmdin var með svipuðu sniði nú og fyrri ár.
255 vefirnir ríkisstofnana og sveitarfélaga voru skoðaðir og í framhaldinu fengu tengiliðir stofnana aðgang að sínu svæði á vef þar sem matið var birt og þeir gátu gert athugasemdir. Tengiliðir svöruðu einnig spurningum um vefinn og sína stofnun. Matið sjálft fór fram í byrjun september og í framhaldinu var könnunin opin fyrir svörun í um 2 vikur.

Svarhlutfall var nokkuð lægra nú en áður eða um 74% á heildina. Þetta eru nokkur vonbrigði og umhugsunarefni, en 66 stofnanir svara ekki. Við lítum svo á að það felist ýmis tækifæri í því að taka þátt og gagnlegt fyrir vefstjóra að nýta sér þau. En það skal tekið fram að allir vefirnir eru teknir út og metnir, þrátt fyrir að svör berist ekki frá viðkomandi stofnun.

Á heildina litið eru niðurstöður jákvæðar, þó þróunin sé hæg.

Continue reading


Opinn kynningarfundur – Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Eins og fram hefur komið verður gerð almenn úttekt á opinberum vefjum nú í haust en þegar er hafin skoðun á öryggismálum þeirra. Af því tilefni verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem þeir sem framkvæma úttektirnar munu kynna hvernig staðið verður að þeim, taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Fundurinn verður þriðjudaginn 25. ágúst  í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík (M215 og M216 ) kl. 15-16:30 og er sem fyrr segir öllum opinn.

Hægt er að fylgjast með fundinum beint hér – bein útsending frá kynningarfundi.

Continue reading


Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?

Úttektin Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? er að fara af stað nú í sjötta sinn. Að þessu sinni verða teknir út um 260 opinberir vefir ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Úttektin hefur verið framkvæmd annað hvert ár frá 2005 og er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Að úttektinni standa innanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga en Sjá mun annast framkvæmd úttektarinar. Continue reading


Skrif fyrir vefinn og notendaupplifun

Áhugaverður pistill á bloggi Gov.uk vefnum um mikilvægi þess að huga vel að því hvernig við skrifum á vefinn. Þar er talað um það að hvernig texti lítur út er næstum því eins mikilvægt og það sem hann segir. Það er erfitt að fá fólk til að byrja að lesa og enn erfiðara að láta það lesa allt sem þú vilt að það lesi. Í þessu samhengi er gott að vera með ákveðnar reglur í huga og ekki síst að prófa efnið líka. Continue reading