Notendaprófanir

Hvað eru prófanir með notendum?

Notendur vefjarins sem valdir eru út frá markhópi eru fengnir til þess að nota vefinn og leysa fyrirfram skilgreind verkefni sem tengjast efni og virkni vefjarins en sérfræðingur fylgist með.

Einn notandi prófar vefinn í einu en þannig má safna mikilvægum gögnum um vefinn og hvernig má gera hann betri til þess að mæta þörfum notenda. Spurningalistar eru einnig lagðir fyrir notendur bæði fyrir og eftir sjálfa prófunina sem gefa skýra mynd af væntingum notenda til vefjarins og hvernig þeir upplifa hann. Notendaprófanir gefa glögglega til kynna hvað það er í viðmótinu sem þarfnast lagfæringa og er þarfur liður þegar hannaður er nýr vefur og í þróun allra vefja og kerfa.

 Af hverju prófanir með notendum?

Það hefur reynst mjög gagnleg aðferð að fylgjast með notendum nota vefi, því oft er upplifun þeirra allt önnur en gert var ráð fyrir í upphafi. Oft á tíðum vantar jafnvel töluvert upp á að skilningur notenda sé með þeim hætti sem hönnuðir og aðstandendur vefjarins lögðu upp með. Með prófunum af þessu tagi má koma til móts við þarfir notendanna og auka þar með notendavæni vefjarins. Notendavænn og aðgengilegur vefur er mun líklegri til vinsælda.

Hvenær á að nota prófanir með notendum?

  • Prófanir með notendum henta á ýmsum framleiðslustigum og er þarfur liður í þróun allra vefja og kerfa
  • Prófanir með notendum henta fyrir fullgerða vefi

Við skilum:

  • Skýrslu sem lýsir því sem fram kom í prófunum
  • Skýrslan er sett fram á aðgengilegan hátt og með myndrænum tilvísunum.
  • Verkefnaskjal sem tekur á öllum þeim atriðum sem fram komu og gerir tillögur að lagfæringum
  • Mat á næstu skrefum í þróun vefjarins