Er hægt að stóla á vefmælingar?

Gerry McGovern veltir því fyrir sér í nýlegri grein hvort að vefmælingar séu áreiðanlegar og vill hann meina að ekki aðeins séu margar vefsíður með óáreiðanlegar mælingar heldur sé oft verið að mæla ranga hluti. McGovern segir einnig að samkvæmt fyrirtækinu Marketing Experients (sérhæfa sig í leitarvélum) séu 75% af þeim gögnum sem vefmarkaðsfræðingar safna annað hvort misvísandi eða beinlínis rangar.


Samkvæmt fyrirtækinu Marketing Experiements geta þessi vandamál t.d. stafað af röngum stillingum í greiningartækjum (eins og Index Tools og Google Analytics) ásamt fleiri atriðum.

Hjá sumum vefstjórum er einnig undirliggjandi dýpri vandi þ.e. að einblína á magnið en ekki gæðin. Margir vefstjórar horfa einungis á fjölda heimsókna og síðuflettinga sem mælanlegan árangur. Því fleiri því betri.

McGovern tekur sem dæmi á vef sínum heimsóknir upp á 20.000 manns á mánuði og 40.000 síðuflettingar (page views) geti verið marklausar. Það er ekki margt sem tölurnar segja honum en eitt sem hann þó veit er að flestar heimsóknir eru í gegnum leitarvélar og flestir notendanna fara strax af vefnum. Hvað þýðir það? Fyrir marga er leitarvélatraffík eins konar mengunarvaldur. Leitarvélar geta hent miklu magni af óþarfri umferð um vefsíðuna. Hegðun lítils hluta notenda sem þú vilt gjarnan fylgjast betur með drukknar í fjölda þessarra leitarvélaheimsókna. McGovern bendir einnig á að fæstir hafi tíma til að greina heimsóknir til hins ítrasta eða liggja yfir skrám greiningartóla.

McGovern tekur eftirfarandi dæmi:

Dæmi 1: Viðskiptavinur smellir á síðu A, fer út af henni eftir 1 mínútu. Hvað þýðir það? Ef hann hefði verið 3 mínútur á síðunni, hefði það verið betra? Hvers vegna? Hvað með ef viðskiptavinur eyðir 3 mínútum á síðunni en finnst síðan samt flókin og erfið?

Dæmi 2: Viðskiptavinur smellir á síðu C, smellir svo á síðu M, aftur á C og fer svo út af vefnum. Hvað þýðir það? Hélt viðskiptavinurinn að hann gæti nálgast eitthvað á síðu M sem honum svo tókst ekki að nálgast? Eða fékk hann það sem hann vildi á síðu M og var svo bara að nota til baka hnappinn í vafra til að komast út úr vefnum?

Að mati McGovern þarf að einfalda stórlega hvernig við mælum árangur á vefsíðum:

  • Tilgreindu 3 aðalverkefnin (tasks) á síðunni þinni.
  • Prófaðu þessi verkefni á viðskiptavinum og mældu hvort þeir geti klárað þá eða ekki (hér er gott að nota nytsemisprófanir).
  • Dæmi 1: Ef þú ert með háskólavef ætti aðalverkefnið að vera að finna námskeið (kúrs). Hvernig gengur nemendum að finna ákveðinn kúrs á vefsíðunni?
  • Dæmi 2: Ef þú ert með vef um heilbrigði ætti einkenni sjúkdóma að vera það sem notendur helst leita að. Hversu auðvelt eiga notendur með það?
  • Dæmi 3: Ef þú ert með innra net er aðalverkefnið að finna aðra samstarfsmenn. Hversu auðvelt eiga starfsmenn með það?

Að mati McGovern má lýsa vefmælingum og árangri í fimm orðum: Notanda tókst að leysa verkefnið.

Þýtt og staðfært af vef Gerry McGovern