Tölvupóstur til viðskiptavina, mikilvægt markaðstól

Jakob Nielsen hittir nú oft naglann á höfuðið þó ekki séu alltaf allir sammála honum eða aðferðarfræði hans. Í nýjasta fréttabréfi sínu birti hann grein um tölvupósta en oft er litið fram hjá þessu einfalda samskiptaformi og tæki til markaðssetningar.


Það eru nefnilega fá jafn góð tækifæri til að komast í beint samband við viðskiptavini og notendur en einmitt tölvupóstur beint í pósthólfið. Vel þarf þó að vanda til verks því ruslpóstvarnir gera sendanda erfitt fyrir og það mikla magn sem fólk fær af óþarfa póst flækir málið líka. Einnig skiptir miklu máli að endurgjöf varðandi það sem notendur eru að gera (t.d. panta vöru á Netinu) sé skýr. Þetta er eitthvað við hjá SJÁ leggjum alltaf mikla áherslu á við ráðgjöf til viðskiptavina.
 
Nielsen gefur ráð varðandi það hvernig forðast má að vera étinn af ruslpóstsíum póstforrita sem og hvert umfjöllunarefnið tölvupóstsins á að vera en mikilvægt er að það sé afar, afar skýrt.
 
Þegar vel er að verki staðið má segja að tölvupóstur til viðskiptavinar sé afar mikilvægt markaðstæki sem oft fær litla athygli á tímum blikkandi auglýsinga og flókinna vefsíða.