Íslenskt hugvit gegn glæpum

Nýverið birtist áhugaverð frétt á mbl.is og víðar í Netheimum. Fréttin var um fyrirtækið Eff2 Technologies og hugbúnað þeirra sem sérhannaður er í baráttunni gegn barnaklámi og viðlíka efni.

Það er virkilega ánægjulegt þegar hugvit er notað á þennan hátt þ.e. ekki einungis er um að ræða frábæra hugmynd (og ekki vanþörf á) heldur er ánægjulegt að sjá hvað gerist þegar fara saman íslenskt hugvit og framtakssemi. Sprotafyrirtækið Eff2 Technologies hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir Videntifier verkefnið en svo nefnist þessi frábæri hugbúnaður. SJÁ óskar Eff2 Technologies til hamingju með þennan árangur og vonar að nú þegar kreppir að víða, að fleiri leggist undir feld og skoði tækifærin sem felast í hæfileikum, hugviti og þróun.