Námskeið í Vefstjórnun

Sjá og FagMennt Opna háskólans bjóða upp á hagnýtt námskeið í vefstjórnun sem hefst í febrúar 2009. Kennt verður í Háskólanum í Reykjavík á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 16:30 til 19:30.  Námskeiðið er 51 klukkustund í heildina.
Í nútímasamfélagi skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki að vera með góða og sýnilegar heimasíður. Farið er yfir allt þeð helsta sem er að gerast í vefmálum í dag, nýjar aðferðir og hvað er að skila bestum árangri. Mikilvægt er að vefstjórarar hafi góða yfirsýn og þekki allt það helsta sem er að gerast í vefmálum og hvaða aðferðir eru að skila góðum árangri. Leiðbeinendur eru ýmsir aðilar úr atvinnulífinu með sérþekkingu í vefstjórnun.

Markmið er að þeir sem námskeiðið sitja nái góðri yfirsýn yfir hvaða þáttum vefstjórar þurfa að sinna í starfi sínu til að ná árangri.

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi hluta:

  • Um netnotkun
  • Veftækni
  • Grafísk hönnun
  • Stefnumótun og þarfagreining
  • Verkefnastjórnun – Agile aðferðafræðin
  • Innihald vefja
  • Lokaðir vefir
  • Aðgengismál vefja
  • Nytsemi og aðgengi
  • Öryggi / Lögfræði
  • Stafræn markaðssetning
  • Mælingar

Námskeið fyrri ára hafa mælst vel fyrir og er mál manna að þau hafi gagnast vel í atvinnulífinu, styrkt sambönd innan þess og aukið þekkingu og sjálfstraust í vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið