Næsta bjórkvöld Svefs: Mobile vefir!

Framundan er spennandi bjórkvöld hjá SVEF. Taktu frá fimmtudagskvöldið næstkomandi, 26. febrúar frá kl 20:30. Umræðuefni kvöldsins tengist farsímavefjum en undanfarin misseri hafa sífellt fleiri farsímavefir verið að líta dagsins ljós.

Nú er hægt að nota bankaþjónustu, leita í símaskrá, horfa á sjónvarpið eða leika sér á facebook á meðan setið er á biðstofu, strætó eða bara á leiðinlegum fundi. Að sama skapi eru sífellt fleiri farnir að nýta sér farsímana til að vafra á með hraðari og ódýrari nettengingum (3g, edge) og öflugri símum.

Á bjórkvöldi SVEF munum við að fara yfir tækifærin sem eru til staðar, hvað ber að varast og hafa í huga þegar farsímavefir eru smíðaðir.

Yfirskrift kvöldsins að þessu sinni er – Mobile vefir, tækifæri eða bara önnur wap bóla?

Framsögur flytja valdir sérfræðingar:

  • Njáll Þórðarson (Síminn)
  • Jóhannes Erlingsson (NOVA)
  • Brian Suda (Origo – TM software)

Fimmtudagurinn 26. febrúar kl. 20:30, Bertelstofa á Thorvaldsen-bar við Austurvöll.