Lengi má gott bæta og á það ekki síst við um vefsíður, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt af vef Telegraph.
Hér eru fyrstu útgáfur vefsíða þekktustu fyrirtækja og stofnana heims settar í yfirlit og er meira en skemmtilegt að skoða þróunina frá fyrstu vefsíðum til dagsins í dag. Það er einnig óneitanlega broslegt að hugsa til þess að þegar vefsíðurnar voru settar í loftið, þóttu þær “top notch” eins og sagt er….rjóminn í bransanum. Við bendum sérstaklega á vefsíðu Apple og vefsíðu The New York Times, ekki annað hægt en að brosa.