Litblinda eða litskerðing

Litskerðing er ekki það sama og litblinda sem er afar villandi lýsing á því að hafa skerta litasjón. Í daglegu tali eru þó flestir sem tala um litblindu og eru allir settir undir sama hatt til einföldunar.

Litblinda er sjaldgæf og hendir aðeins 0.1% af þeim sem ERU með litskerðingu en um 8% karlmanna eru litblindir. Þeir sem hafa litskerðingu hafa græna/rauða litskerðingu (99% þeirra sem hafa litskerðingu, hafa þessa gerð skerðingar) eða gula/bláa litskerðingu. Við mælum með því að þið kíkið á vefsíðuna We are Colourblind sem hefur allar upplýsingar sem þið gætuð þurft á að halda varðandi litblindu/litskerðingu. Meðal annars er boðið upp á ítarlegt litblindupróf. Mikilvægt er fyrir hönnuði og aðra þá sem hafa með liti og framsetningu upplýsinga að gera, að skoða hvernig notendur með skerta litasjón sjá slíkt. Einnig er skemmtilegt að lesa 50 staðreyndir um litblindu, margt sem gæti komið á óvart þar!