6 mistök til að forðast í notendavæni vefja í farsímum

Notendavæni (usability) er ekki einungis mikilvæg á vefjum í tölvum okkar heldur einnig á vefjum farsíma. Allt of oft gleymist að prófa nytsemi farsímavefja og er það miður þar sem umferð eykst stöðugt „on the go“ og vont þegar t.d. tenglar virka ekki, ekki hefur verið gert ráð fyrir mismunandi vöfrum o.s.frv.

Eitt stærsta vandamálið eins og Webcredibles kemur svo vel inn á, er að margir þeir sem hafa með þessa vefi að gera einfaldlega ofhlaða vefina. Sem dæmi: Notandi er staddur fyrir utan bæinn en ætlar í kvikmyndahús þegar í bæinn er komið. Hann fer inn á farsímavef kvikmyndahússins. Engu máli skiptir fyrir hann hver saga kvikmyndahússins er…það sem fyrir honum vakir er að nálgast upplýsingar um sýningartíma, hugsanlega símanúmer og jafnvel það að geta bókað miða í gegnum símann. Of margir flaska á því að skera niður óþarfa upplýsingar. Gagnleg grein eins og alltaf frá Webcredibles.