Áhugaverð frétt um áherslur í rafrænni stjórnsýslu

Á vef mbl.is var nýverið að finna afar áhugaverða frétt um áherslur í rafrænni stjórnsýslu innan OCED ríkjanna.

Þar segir meðal annars: Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir að ríkisstjórnir um allan heim séu að endurskoða stefnumótun varðandi rafræna stjórnsýslu í kjölfar fjármálakreppunnar. Mörg lönd ætli að leggja meiri áherslu á þá þróun í þeirri von að þannig verði hægt á endanum að spara ríkisútgjöld og gera opinbera þjónustu hagkvæmari en önnur, þar á meðal Ísland, hafi neyðst til að draga úr fjárframlögum til þróunar upplýsingasamfélagsins. Það má velta fyrir sér hvort verið sé að spara aurinn en kasta krónunni? Það er að minnsta kosti ekki af hinu góða að draga þurfi úr fjárframlögum þar sem þróunin hefur verið í átt til aukinnar þjónustu innan rafrænnar stjórnsýslu. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni.