Matt Cronin hjá Noupe hefur tekið saman heilmikið af gögnum varðandi töflur. Töflum má skipta í tvennt; annars vegar er það gagnatöflur (e. data tables t.d. stundaskrá) og hins vegar eru töflur til að stjórna útliti (e. layout tables). Við vitum þó flest að afar fáir nota töflur til að stýra útlitinu (eins gott) en maður getur alltaf á sig blómum bætt varðandi það hvernig maður setur upp góðar gagnatöflur. Töflur þurfa að vera rétt skilgreindar svo skjálesarar blindra notenda hafi góðan aðgang að þeim og svo eru góðar töflur einnig alltaf mikilvægar til að setja upplýsingar fram á skýran hátt fyrir öllum notendum.