Jakob Nielsen er nokkuð sáttur í nýrri skýrslu um bestu innri vefina. Það er nánast fréttnæmt ef karlinn er ánægður með eitthvað í heimi netsins svo greinilega eru góðir hlutir að gerast.
Hann er ekki síst ánægður með t.d. sérstakar viðbætur fyrir farsíma, félagsleg tengsl (e. social networking), blogg yfirmanna og samskipti starfsmanna þar að lútandi, hnitmiðaðri leitarvirkni, markaðsherferðir (t.d. þegar verið er að auglýsa nýtt starf) o.fl.
Athygli vekur að í fyrsta skipti í 10 ár eru ekki neinir innri vefir fyrirtækja/stofnana frá Evrópu á lista og ekki neinir úr fjármálageiranum. Það kemur svo sem ekki á óvart miðað við ástanda heimsmála. Fyrir ári síðan var Kaupþing (nú Arion banki) á lista yfir bestu innri vefina og átti SJÁ einmitt þátt í þróun þess vefjar.