Óvænt hegðun notenda

Enn sem oftar, frábær grein frá Webcredibles um 10 óvænt hegðunarmynstur notenda vefsíðna, út frá þeirra eigin rannsóknum. Sumt kannski er ekki mjög óvænt eins og t.d. að notendur sjái ekki auglýsingar en það sem kemur á óvart er að það sem er einnig myndrænt og litríkt og lítur út fyrir að vera auglýsing (en er það ekki) er líka virt að vettugi.

Ekki kemur á óvart að notendur hafi litla þolinmæði þegar þeir eru að vafra og heldur kemur ekki á óvart að notendur lesa ekki texta. Það sem kom á óvart svona miðað við fyrri tíma er að notendur kvarta ekki undan skruni og þeir kvarta heldur ekki undan því að þurfa að smella nokkrum sinnum til að komast inn í efni sem liggur dýpra á vefnum. Þetta sýnir að hegðunarmynstur notenda er að breytast og er í samræmi við að nú til dags eru forsíður mun lengri en áður (þ.e. töluvert lengri en ein skjálengd).

Áhugaverðar niðurstöður sem gaman er að lesa.