Áhugaverð pæling um notendavæni samfélagsvefja

Webcredibles leyfir sér að efast um að Facebook sé sá samfélagsvefur sem er hvað notendavænastur af þeim sem í gangi eru í dag. Samt eru þetta niðurstöður úttektar sem þeir gerðu. Við hjá SJÁ leyfum okkur að efast líka en það er þó ekki um auðugan garð að gresja. Facebook er vinsælastur þessara vefja og líklegt að vinsældir hafi áhrif á hvað fólk metur sem notendavænt. Það kemur á óvart að Linkedin sé töluvert neðar á lista því hann er einn besti vefurinn í þessum flokki að mati SJÁ. Það er áhugaverð pæling að notendur þessara vefja eru yfirleitt að nota þá í frítíma sínum eða þegar þeir hafa tíma og vilja/nenna að læra á vefinn (ekki undir tímapressu) og eru því sáttari við það þó að vefirnir séu ekki fullkomnir. Gott dæmi um þetta er Myspace sem er eins og samansafn af öllu því slæma sem getur komið fyrir vef.