Norræn ráðstefna um samskipti manns og tölvu – NordiCHI

Ráðstefnan NordiCHI 2010, verður haldin á Hilton hótelinu í Reykjavík dagana 18. – 20. október 2010, undir yfirskriftinni: „Extending boundaries“. Þetta er sjötta NordiCHI ráðstefnan um samskipti manns og tölvu og er nú haldin í fyrsta skipti á Íslandi.

Þriðjudaginn 19. Október, frá 9:00 – 16:30, er sérsniðin dagskrá að þörfum atvinnulífsins.

Frummælandi þann dag er David Merrill hjá fyrirtækinu Sifteo í San Francisco, en hann er einn af brautryðjendum á sviði samskipta manns og tölvu (humar computer interaction). Þá verða flutt erindi af aðilum eins og Deutche Telecom, GE Energy, CCP, Össuri og fleiri íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Fyrirlestrunum er skipt í eftirfarandi málefni:

  • Usability on the fly – Notendavænn hugbúnaður með árangursríkum, sveigjanlegum og ódýrum aðferðum í síbreytilegu umhverfi nýsköpunar eða hefðbundinnar upplýsingatækni
  • Breaking the rules – Nýjungar í notendaviðmótum – úreltar reglur?
  • Different contexts – Mannleg samskipti við ólík tölvuviðmót. Nytsemi (usability) alls staðar.

Verð fyrir hvern þátttakanda er 30.000 kr. ef bókað er fyrir 30. September. Innifalið í því eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffi.  Ef bókað er eftir 30. september er verðið 40.000 kr. Sérstakur afsláttur er fyrir fyrirtæki, sem senda marga þátttakendur. Vinsamlegast hafið sambandi við Gestamóttökuna (yourhost@yourhost.is) um nánari upplýsingar um afsláttinn.

Aðgangur er að allri dagskrá NordiCHI þennan dag, þannig að þátttakendur hafa úr 47 fyrirlestrum að velja yfir daginn, frá bæði erlendum og innlendum aðilum. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að helgina fyrir ráðstefnuna verða haldin áhugaverð námskeið svo sem námskeiðin UX and Agile og Mobile Experience og fleiri, sem þátttakendur geta einnig skráð sig á.

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á vef ráðstetfnunnar – www.nordichi2010.org

Ráðstefnan er haldin af Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands í samstarfi við Skýrslutæknifélagið.