Íslensku vefverðlaunin – vinningsvefirnir

Uppskeruhátíð íslenska vefgeirans er afstaðin en Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á föstudaginn var í tíunda sinn. Veitt voru verðlaun í samtals 11 flokkum en  yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna bárust að þessu sinni. Simon Collison afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Tjarnarbíói.

Sigurvegarar kvöldsins voru margir en Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn og vefurinn CafeSigrún.com sem stendur okkur Sjá-liðum nærri var valin sá besti í flokkinum Bestu blogg/efnistök/myndefni.

Til hamingju Sigrún og Jóhannes!

Hér má finna upplýsingar um vinningshafa kvöldsins – tekið af vef SVEF:

Besti Íslenski vefurinnMeniga.is
Besti vefurinn að mati dómnefndar er ekki bara til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu og notendavænni miðlun upplýsinga, heldur líka þegar kemur að hugviti og annari fræðslu sem vefnum tengist. Fyrirtækið hefur fylgst vel með þróun vefja í sínum bransa og hefur nýtt sér góð fordæmi í uppbyggingu síðunnar. Það er mikið í húfi þar sem vefurinn er mikilvægt sölutól en fyrirtækið sem vinnur vef ársins í ár leysir erfitt verkefni afar vel.

Athyglisverðasti vefurinn
Datamarket.com
Nýr flokkur var kynntur nú í ár en félagsmönnum SVEF gafst kostur á að velja athyglisverðasta vefinn í lokaðri netkosningu meðal félagsmanna.

Besta sölu og kynningarvefurinn með færri en 50 starfsmenn – northsailing.is
Á krepputímum er mikilvægt að vera með öfluga sölustarfsemi og vinna sér inn hollustu viðskiptavina. Þessi vefsíða er gott dæmi um þar sem þetta markmið er í hávegum haft. Í ofanálag er hann aðgengilegur og skýr. Með einstaklega vel heppnað útlit og nóg af auka upplýsingum, myndskeiðum og myndum.

Besti sölu- og kynningarvefurinn með fleiri en 50 starfsmenn nova.is
Þessi vefur sem við verðlaunum næst býður upp á greiðan vef-aðgang að allri sinni þjónustu, verslun og öðru markaðsefni. Forsíðan er aðlaðandi. Auðvelt er að finna allar upplýsingar og þær eru vel uppfærðar. Sjá má góða nýtingu á samfélagsmiðlum. Snyrtileg og skýr hönnun réði að lokum úrslitum um hver yrði fyrir valinu sem Besti sölu- og kynningarvefurinn

Besti þjónustu- og upplýsingavefurinnDatamarket.com
Vinningshafinn í flokknum Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn árið 2010 þykir bjóða upp á afar skýra framsetningu efnis, auk þess að vera það sem kallast „aðgerðadrifinn“. Vefurinn er til þess fallinn að fá jafnt fræðimenn sem leikmenn til að fá áhuga á því efni sem hann hefur fram að bjóða. Með því sannar hann að framsetning á upplýsingum, jafnvel býsna flóknum, þarf ekki að vera þurr og leiðinleg, heldur getur hún verið áhugaverð og skemmtileg.

Besti Mobilel.is
Besti hand-smátækja vefurinn í ár er í senn upplýsinga og þjónustuvefur. Á vefnum geta notendur á fljótlegan og þægilegan hátt nálgast allar helstu upplýsingar fyrirtækisins. Að auki geta viðskiptavinir nýtt sér hann til að framkvæma algengar aðgerðir fljótt og örugglega. Á næstu misserum munu slíkir vefir verða æ mikilvægari og þessi vefur er fyrirtaks fyrirmynd þegar litið er til íslenskra mobile-vefsíðna.

Besta markaðsherferðinicelandwantstobeyourfriend.com
Meðal þess sem kom fram í umfjöllun dómnefndar um þennan aðila var að þetta væri ekki aðeins dæmi um bestu markaðsherferð á netinu á Íslandi, heldur bestu netmarkaðsherferð fyrir viðskiptavin af þessu tagi í heiminum. Slíkar lýsingar hafa raunar líka heyrst frá erlendu fagfólki sem rekist hefur á þessa hugmyndaríku netherferð frá Íslandi. Það er við hæfi að halda ekki aftur af lofinu þegar við verðlaunum þennan aðiila því að hugmyndafræðin, á bakvið markaðsherferðina sem um ræðir, byggist að stóru leyti á hógværð og sjarmerandi lítillæti. En sjón er sögu ríkari… Já! Það hefur lítið farið fyrir herferðinni innanlands fyrr en nú og það er tími til kominn að aðstandendur hennar fái almennilegt hrós. Dómnefndin var bókstaflega heilluð af… „Iceland wants to be your friend“ Til hamingju Íslandsstofa og Takk Takk… með bestu markaðsherferðina.

Besta blogg/efnistök/myndefnicafesigrún.com
Sá vefur sem sigrar í þessum flokki er einn lífseigasti á sínu sviði. Hann hefur nú verið virkur í ein 7 ár og hefur lifað marga aðra slíka vefi sem gefið hafa upp öndina. Vefurinn gekkst nýlega undir andlitslyftingu sem var að mati dómnefndar afar vel heppnuð. Efni vefsins miðast algjörlega við þarfir notenda – þó að síðuhaldarinn sé klárlega í vefútgerð á sínum eigin forsendum. Vefurinn er gríðarlega efnismikill og notadrjúgur og inniheldur fullt af frábærum myndum. Ný leitarvél sem sett var upp í tengslum við breytingarnar hefur hitt í mark hjá notendum vefsins. Spurt og svarað dálkurinn gefur bæði skýr svör og veitir skemmtilega innsýn í hugsanagang og karakter síðuhaldara. Vefurinn er frábært dæmi um hvernig það eru ekki aðeins fyrirtæki sem geta sett mark sitt á vefupplifun fólks, heldur einnig einstaklingar, sem með slatta af ástríðu, tíma og html-i hitta oft beint í mark.

Besti afþreyingar- eða fréttavefurinnBestulogin.siminn.is
Hér er að finna fullt af vönduðu og vel völdu efni sem skemmtilegt er að skoða. Efnið er síbreytilegt og útlit og viðmót fágað. Vefurinn er auk þess mjög auðveldur í notkun. Svona á afþreying að vera.

Frumlegasti Vefurinnwww.legendsofvalhalla.com
Fyrir flokkinn frumlegasta vefinn er leitað að öðruvísi nálgun. Hér er einn slíkur sem skaraði framúr með skemmtilegri og óvenjulegri uppsetningu þar sem gtt aðgengi að framsettu efni er í fyrirrúmi. Það má alveg teljast frumlegt að láta óþarfa prjál, veftrjáarflækjur og blaður ekki flækjast fyrir aðalatriði vefs.

Besta útlit og viðmót
gítargrip.is
Fyrstu viðbrögð þegar þessi er skoðaður er „Vá hvað þetta er flott“. Kúlið er í hámarki og flestir hlutir poppaðir upp, en samt er allt á sínum stað. Síðan er auðveld í notkun, sem er þáttur sem vill oft gleymast þegar farið er í mikla útlitshönnun. Það skemmir heldur ekki fyrir að innihaldið er svo vel framsett og aðgengilegt og óneitanlega skemmtilegt að maður kemur í heimsókn aftur og aftur.