Vefur Reykjavíkurborgar hefur nú hlotið aðgengisvottun Sjá og ÖBÍ um forgang II. Í þessu felst að ítarlega hefur verið farið í gegnum vefinn og hann aðlagaður að þörfum notenda með ólíkar þarfir.
Þetta er glæsilegur árangur og við óskum borginni til hamingju!
Hvað felst í vottun Sjá og Öryrkjabandalagsins?
Vottun Sjá og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu fyrirtækis/stofnunar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefur er “„aðgengilegur”” ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Sjá nánar um vottun vefja.