Í vefbransanum eru endalaust á flugi sömu orðin og skammstafanirnar og þó margir viti nákvæmlega hvað þau þýða (eins og t.d. WYSIWYG sem þýðir What You See is What You Get) þá er alltaf gott að rifja upp það helsta. Vefsíðan CSS tricks hefur tekið saman lista yfir helstu heiti og skammstafanir sem nördarnir nota. Gott tækifæri til að virka með á nótunum eftir sumarfrí!
Category: Fréttir
Rýnihópar og nytsemsprófanir
Nokkur ruglingur hefur verið í gegnum tíðina á því sem kallast rýnihópar (focus groups) og svo nytsemisprófanir (usability testing) sem við köllum prófanir með notendum. Sumir vilja meina að þetta sé einn og sami hluturinn en eins og við hjá SJÁ vitum þá er það sannarlega ekki svo.
Út með punkta fyrir lykilorð!
Stundum hittir Jakob Nielsen nytsemisnaglann á höfuðið. Að þessu sinni er hann að fjalla um lykilorð og hvort að eigi að fela þau þegar þau eru slegin inn í viðmótið. Nielsen segir nei og það er eitthvað sem við erum alveg sammála honum um.
Úttekt á tæplega 300 opinberum vefjum
Forsætisráðuneytið stendur um þessar mundir fyrir því að í þriðja sinn eru opinberir vefir teknir út með tilliti til rafrænnar þjónustu. Úttektin nær til ytri vefsvæða ríkisstofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, sérvefja og opinberra hlutafélaga. Úttektin fór áður fram 2005 og aftur 2007. Sjá ehf. var fengið til að framkvæma og hafa umsjón með verkefninu.
Íslenskt hugvit gegn glæpum
Nýverið birtist áhugaverð frétt á mbl.is og víðar í Netheimum. Fréttin var um fyrirtækið Eff2 Technologies og hugbúnað þeirra sem sérhannaður er í baráttunni gegn barnaklámi og viðlíka efni.