Sérfræðingur SJÁ í aðgengismálum fatlaðra á Netinu, Sigrún Þorsteinsdóttir var í viðtali í þættinum Vítt og breitt á rás 1 í dag á Rás 1. Viðtalið er í bláenda þáttarins og er hægt að færa stikuna þangað með músarbendlinum. Viðtalið tók Arnþór Helgason og ræddu þau Sigrún ýmis mál varðandi aðgengi á Netinu.
Month: ágúst 2007
SJÁ ehf flytur í nýtt húsnæði
Sjá ehf hefur flutt í nýtt húsnæði að Klapparstíg 28 (áður CCP). Nýja húsnæðið býður upp á frekari möguleika varðandi þjónustu við viðskiptavini. Sjá hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum og samstarfsaðilum í nýju umhverfi.
Ykkur er velkomið að líta við og sjá nýju aðstöðuna.
Með kveðju
Starfsfólk Sjá