Amazon (bæði Amazon.co.uk og Amazon.com) er líklega einn þekktasti söluvefur í heimi. Forsvarsmenn vefsvæðisins einbeittu sér í fyrstu að sölu bóka en á vefnum er nú einnig hægt að kaupa tónlist, mynddiska, föt og margt fleira. Amazon er ekki síður þekkt fyrir nýjung í uppsetningu leiðarkerfis þ.e. með notkun svokallaðra flipa þar sem hver flipi er eins og flipi í spjaldskrá sem notendur fletta á milli. Síðan eru liðin rúm 10 ár. Síðan þá hafa þúsundir vefsíðna hermt eftir leiðarkerfinu enda hefur það sýnt sig að leiðarkerfið virkar vel fyrir notendur.
Month: mars 2008
Myspace vandamálið
Í mjög áhugaverðri grein eftir Joshua Porter á Think Vitamin er fjallað um það sem kallast „Myspace vandamálið„. Myspace er vefsíða sem stundum er kölluð „félagsmiðstöðin á Netinu“ og er aðallega sótt af yngri kynslóðinni en einnig hefur hún verið vinsæl hjá tónlistarfólki sem er að þreifa fyrir sér í tónlistarheiminum.
Hvers vegna Netið er ávanabindandi
Lee Gomes blaðamaður hjá Wall Street Journal dagblaðinu skrifaði nýlega um áhugaverða rannsókn sem fjallar um ómótstæðileika Netsins. Hver kannast ekki við að festast á Netinu? Í þessum rannsóknum kom í ljós að heilinn verðlaunar sjálfan sig með smá inngjöf af náttúrulegum „gleðigjöfum“ þegar við rekumst á upplýsingar sem eru áhugaverðar og krefjast þess að við brjótum heilann aðeins.
Vel heppnuð endurhönnun á BBC vefnum
Fréttadeild BBC hefur endurhannað vef sinn svo um munar. Vefurinn er léttari, notendavænni og þægilegri en áður. Einnig kemur einstaklingsmiðuð hönnun sterkt inn en notendur geta breytt litum á aðalsíðu, stjórnað því hvaða efni birtist (íþróttir, heimsmál, dægurmál o.fl.), fært til fréttasvæði og fleira. Þetta endurspeglar einnig þá hegðun sem netverjar hafa tileinkað sér með vefsvæðum eins og facebook sem og bloggsvæðum þar sem notandinn stjórnar sjálfur að miklu leyti hvað birtist og hvernig.
Google Kynslóðin
Google kynslóðin svokallaða er unga fólkið fætt eftir 1993 sem þekkir ekki heiminn eins og hann var fyrir innreið Netsins. Nýverið var framkvæmd rannsókn á nethegðun ungra notenda sérstaklega hvað varðar öflun upplýsinga á Netinu. Sérstaklega var horft til þess hvernig þessir ungu notendur væru líklegir til að hegða sér á Netinu í framtíðinni og hvort að sú leið sem unga fólkið notar til að afla upplýsinga mun móta framtíðarhegðun þeirra í rannsóknarvinnu og upplýsingaöflun. Einnig var áhugavert að skoða hvernig bókasöfnum muni vegna í framtíðinni með tilliti til ungs fólks og leitarvenja á Netinu.