Miðvikudaginn 14. maí nk standa Sjá og Marimo fyrir hádegisverðarfundi um tækifæri í rafrænni stjórnsýslu á Grand Hótel, fundurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 14:00.
Month: apríl 2008
Niðurstöður nytsemisrannsóknar á 20 ferðavefjum í Bretlandi
Fyrirtækið Webcredibles í Bretlandi birtir oft ansi áhugaverðar greinar á vef sínum. Fyrir ekki svo löngu síðan birtu þeir niðurstöður rannsóknar sinnar á nytsemi 20 ferðavefja (bæði flugfélaga og ferðaskrifstofa). Í þessum hópi voru vefir þekktra fyrirtækja eins og British Airways, Ryanair, Lastminute, Virgin Atlantic, Easyjet og Expedia.
The Open Coffee Club á Íslandi
Opni kaffiklúbburinn (The Open Coffee Club) er fyrirbæri sem er nú virkt um allan heim. Nú hefur verið stofnaður klúbbur á Íslandi og eru allir hvattir til að vera með. Klúbburinn var settur á laggirnar til að hvetja frumkvöðla, forritara og fjárfesta til að hittast, spjalla saman, hitta aðra í svipaðri stöðu og mynda tengslanet. Alla fimmtudagsmorgna klukkan 8-9 mun Opni kaffiklúbburinn hittast á Kaffitári, Bankastræti. Aðaláhersla fundanna er Netið þó auðvitað megi spjalla um önnur mál.
Nýja leiðin í auglýsingum: Að finna hlutina sjálfur
Í nýjustu grein New Thinking skrifar Gerry McGovern nokkur orð um auglýsingar og vanmátt þeirra í dag. Að hans mati virka hefðbundnar auglýsingar ekki nema á stöðum þar sem nægur tími er til staðar en lítill peningur. Hér áður fyrr vorum við tilbúin til að horfa á hvað sem var en sú er ekki raunin lengur.
Hnignandi geta miðaldra notenda á Netinu
Í nýjustu rannsókn sinni fjallar Jakob Nielsen um þá staðreynd að eftir því sem Netnotendur verði eldri, minnki nokkuð geta þeirra til að framkvæma verkefni á Netinu. Þetta skiptir máli í hönnun vefja, sérstaklega þegar um söluvefi er að ræða. Þekktir eru þeir vefir sem selja til dæmis ferðir fyrir eldri borgara en bjóða upp á allt of lítið letur eða leiðarkerfi sem er erfitt fyrir þá sem eru farnir að missa hreyfigetu o.fl.