Gerry McGovern skrifar afar góðar greinar um vefi en við höfum nokkrum sinnum endursagt efni greina eftir hann og birt hér á vef SJÁ. Að þessu sinni er hann með afar áhugaverða grein um leit á innri vefjum fyrirtækja (og ekki síður stofnana).
Continue reading
Month: maí 2008
Er hægt að stóla á vefmælingar?
Gerry McGovern veltir því fyrir sér í nýlegri grein hvort að vefmælingar séu áreiðanlegar og vill hann meina að ekki aðeins séu margar vefsíður með óáreiðanlegar mælingar heldur sé oft verið að mæla ranga hluti. McGovern segir einnig að samkvæmt fyrirtækinu Marketing Experients (sérhæfa sig í leitarvélum) séu 75% af þeim gögnum sem vefmarkaðsfræðingar safna annað hvort misvísandi eða beinlínis rangar.
Glærur frá hádegisverðarfundi komnar á Netið
Hádegisverðarfundur SJÁ og Marimo um rafræna stjórnsýslu heppnaðist vel og var mál manna að þarft umræðuefni hafi verið lagt á borð og að áhugaverðir fletir hafi verið ræddir. Glærurnar frá hádegisverðarfundinum er komnar á Netið fyrir áhugasama.
Dagskrá hádegisverðarfundar um rafræna stjórnsýslu birt
Þá er dagskrá hádegisverðarfundarins 14. maí næstkomandi um rafræna stjórnsýslu orðin ljós. Kíkið endilega á þessa spennandi fyrirlesara og skráið ykkur í tæka tíð.
Að vera áberandi: Þrjár gullnar reglur
Það er staðreynd að fæst okkar lesum texta á vefsíðum stafa á milli nema við höfum eitthvað tiltekið markmið (t.d. lesa ritgerð í tölvu bókasafns). í staðinn skimum við yfir síðurnar á augnabliki í leit að þeim upplýsingum sem við þurfum eða máli skipta. Ef eitthvað grípur áhuga okkar er hugsanlegt að við stöldrum við en annars er líklegt að við höldum áfram án þess að virða textann viðlits. Út frá þessu er gríðarlega mikilvægt að það efni sem mestu máli skiptir, grípi athygli okkar.