Víst er að margir eru spenntir yfir því að prófa nýjustu útgáfu Mozilla Firefox vafrans. Reyndar eru þeir nokkrir sem ekki gátu beðið og hafa fengið nasaþefinn af nýjustu útgáfunni með því að vera með Beta (tilrauna) útgáfu í notkun. Látið hefur verið vel af útgáfu 3 og lofa Mozilla Firefox menn meðal annars bættu öryggi, meiri hraða og allt að 15 þúsund lagfæringum og breytingum.Firefox styður nú einnig 50 tungumál.
Month: júní 2008
World Usability Day – Dagur notendavæni 2008
Um allan heim hefur verið haldið upp á Dag notendavæni eða World UsabilityDay árlega síðan 2006. Það árið voru um 40 þúsund manns sem héldu upp á daginn í 175 borgum í 35 löndum. SJÁ hefur að sjálfsögðu verið þátttakandi frá upphafi og hefur markað daginn með ýmsu móti.
Að segja það sem við meinum
Hafið þið einhvern tímann hugleitt hversu frábrugðin orðin sem þið notið í Google eru því sem þið raunverulega eruð að leita eftir? Þessu veltu þeir á Giraffe Forum fyrir sér á dögunum.
Continue reading
Vefnotendur eru að verða eigingjarnari
Á vef BBC nýlega var skemmtilegt viðtal við vefgúruinn Jakob Nielsen. Í viðtalinu talar Nielsen um að notendur vefja séu að verða eigingjarnari og miskunnlausari. Nielsen styður þessa fullyrðingu með skýrslu um hegðun notenda og segir að þeir séu óþolinmóðari og vilji klára það sem þeir ætla sér á sem minnstum tíma. Notendur dvelja ekki lengur á vefsíðum og tilraunir til að halda notendum á vefsíðum hafa mistekist. Gylliboð virka ekki lengur að mati Nielsen.