SJÁ rakst á ferð sinni um Netið um daginn á vefinn WebDesignerWall. Þarna má finna það sem þeir telja heitast í listrænu vefútliti. Það má auðvitað alltaf deila um fegurð og smekk en engu að síður er gott að skoða það sem er í gangi, fá hugmyndir og hugljómanir.
Month: júlí 2008
SJÁ í Morgunblaðinu
Viðtal birtist í Morgunblaðinu í gær (sunnudaginn 6. Júlí) við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, aðgengissérfræðing hjá SJÁ. Þar er farið yfir stuttlega yfir feril Sigrúnar, stöðu íslenskra vefja í aðgengismálum miðað við nágrannalönd, viðhorf fyrirtækja og stofnana til aðgengismála og fleira. Viðtalið við Sigrúnu á PDF sniði (86 kb). Skjalið er aðgengilegt skjálesurum en ef þið lendið í einhverjum vandræðum með lestur skjalsins endilega látið okkur vita og við sendum ykkur skjalið um hæl á öðru sniði.
Hin fjögur V
Fyrir nokkrum mánuðum síðan greindum við frá því að nýr vefur BBC væri kominn í loftið. Endurhönnun vefjarins þykir hafa heppnast einstaklega vel. Nú er að koma í ljós að vefur BBC fór 36 milljónir punda fram yfir kostnaðaráætlun. Ástæðan segja þeir liggja hjá „lélegri stjórnun“ og að „yfirsýn yfir fjármál hafi ekki verið nægilega markviss“. Hmmm. Maður skyldi ætla það. En hvað er hægt að gera til að kostnaður fari ekki langt fram úr?
Continue reading