Nýlega var kynnt skýrsla um bestu vefi sveitarfélaga í Bretlandi. Skýrslan er ekki ósvipuð úttekt SJÁ og forsætisráðuneytisins á innihaldi, nytsemi og aðgengi opinberra vefja og gefur ágæta hugmynd um t.d. hvernig ástand í rafrænni stjórnsýslu, meðferð gagna og nytsemi vefja er þar í landi. Ekki var þó fjallað um aðgengi bresku vefjanna.
Month: ágúst 2008
Námskeið í aðgengismálum
Hin vinsælu námskeið í aðgengismálum hefjast aftur með haustinu. Aðgengismál fatlaðra að Netinu er sífellt að verða fyrirferðarmeira í umræðunni enda ættu allir notendur að hafa tækifæri til að nálgast upplýsingar á vefjum sem og að hafa tækifæri til að taka þátt í málefnum líðandi stundar til jafns á við aðra.
Að sannfæra viðskiptavin um að kaupa vöruna þína á Netinu
Notendur trúa ekki öllu sem þeir sjá eða heyra, þeir fara ekki á vef og kaupa dýran hlut án þess að gera svolitla rannsóknarvinnu fyrst. Þeir lesa umsagnir, þeir bera saman, þeir skoða stjörnugjöf, þeir spyrja vini og vandamenn o.fl. Webcredibles setti fram 7atriði sem hjálpa til við að sannfæra notendur um að kaupa það sem þú ert að selja.