Á rápi um vefheima má oft rekast á forvitnilegar vefsíður. Ein af þeim er Webpages that suck (Ömurlegar vefsíður) og eins og af nafninu má sjá er þar á ferðinni vefsíða sem tekur fyrir allar syndir vondrar vefsíðu.
Month: september 2008
Og hvar eruð þið til húsa?
Týndur fannst en fundinn hvarf,
að fundnum týndur leita þarf.
Týnist þá en fundinn fer,
að finna þann sem týndur er. (Höfundur óþekktur)
Þessi vísa kom upp í hugann á okkur þegar við lásum nýjustu skýrslu Jakobs Nielsen. Þar fjallar hann um að finna staðsetningu verslana á Netinu í dag eða svokallaða Store Locators.
Myndbönd – það heitasta í dag
Myndbönd virðast vera það heitasta í dag, heilu vefsíðurnar snúast eingöngu um að birta myndbönd eins og t.d. Youtube, BBC iPlayer og 4oD og aukinn fjöldi vefsíðna notar myndbönd til að fanga athygli notenda.
Vafrastríð í uppsiglingu?
Ýmsar hræringar eru í vafraheiminum eins og þeir sem hafa fylgst með vef- og tæknimálum hafa eflaust tekið eftir.
Prófmál í aðgengi fatlaðra að Netinu í Canada
Bandaríkin hafa leitt stefnur og strauma í aðgengismálum að vefsíðum og alls kyns miðlum og tækni síðustu árin, sérstaklega hvað varðar löggjöf og staðla. Nokkur mál hafa farið fyrir dómstóla og í öllum tilvikum hefur fatlaður vefnotandi unnið málið.