Við skönnum ekki vefsíður…við veljum ákveðna hluta vefjarins til að lesa. Þetta er fyrirsögn nýlegrar greinar af vef Giraffe. Í greininni lýsir höfundur prófunum með vef fyrirtækis og staðsetningu efnis á vefsíðu. Af þeim 15 sem tóku þátt var aðeins einn sem sá efnið í meginmáli. Aðrir annað hvort skoðuðu vinstri dálk eða fóru í leitina.
Month: nóvember 2008
Vel heppnuð ráðstefna Iceweb 2008
Vel heppnaðri ráðstefnu Iceweb 2008 lauk á föstudaginn og var afar góður rómur gerður að fyrirlesurum og erindum þeirra. Húsfyllir var báða dagana og er ljóst að þó lægð sé yfir landinu og ekki í veðurfarslegum skilningi hefur aldrei verið meiri þörf en nú að líta í átt til skýjanna og spá í þær breytingar sem framundan eru.
World Usability Day 2008 og Iceweb
World Usability Day 2008 eða Dagur notendavæni verður haldinn hátíðlega víða um heim í dag. Þó engar séu skrúðgöngurnar er samt margt hægt að sjá og gera í tilefni dagsins en margar borgir hafa einhvers konar uppákomur eða ráðstefnur til að marka daginn. Hér á Íslandi er ekki úr vegi að skreppa á Iceweb ráðstefnuna sem haldin er í dag og á morgun! Ekki amalegt að geta kíkt á flotta fyrirlesara rétt við bæjardyrnar!
Vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður
Nýlega var vefur Tollstjórans í Reykjavík vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Iceweb 2008
13. -14. nóvember 2008
SVEF, Samtök vefiðnaðarins, vilja minna á Iceweb 2008, alþjóðlega tveggja daga ráðstefnu um vefmál, 13. og 14. nóvember næstkomandi.
Tölvupóstur til viðskiptavina, mikilvægt markaðstól
Jakob Nielsen hittir nú oft naglann á höfuðið þó ekki séu alltaf allir sammála honum eða aðferðarfræði hans. Í nýjasta fréttabréfi sínu birti hann grein um tölvupósta en oft er litið fram hjá þessu einfalda samskiptaformi og tæki til markaðssetningar.