SJÁ óskar viðskiptavinum og öðrum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Month: desember 2008
Mikilvægi endurgjafar í umsóknarferlum
Í nýlegu fréttabréfi sínu benda Webcredibles menn á mikilvægi þess að endurgjöf til notenda við að fylla út form og umsóknir sé dregin fram. Á þessu atriði hefur SJÁ oftar en ekki hamrað í skýrslum sínum enda er nánast óþolandi þegar notandi veit ekki hvar hann er t.d. staddur í umsóknarferli. Er hann staddur í skrefi 1 af 15 eða skrefi 1 af 2?
Vefur S24 vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur S24 vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Nýr vefur Gegnis vottaður aðgengilegur
Nýlega var vefur Gegnis vottaður aðgengilegur af SJÁ og Öryrkjabandalagi Íslands. Fékk vefurinn vottun um forgang 1 og 2. Vottun um forgang 1 er lágmarkskrafa sem gerð er verðandi aðgengi á vefsíðum.
Continue reading
Segul-magnað viðmót
Við hjá SJÁ rákumst á þessa frábæru hugmynd fyrir viðmótshönnuði. Það er endalaust hægt að vesenast með forrit til að teikna upp viðmót en stundum er eins og tölvuskjárinn og forrit sem eru hönnuð til að hægt sé einmitt að..hanna… séu beinlínis heftandi. Þetta er því hin skemmtilegasta lausn og er tvímælalaust jólagjöfin í ár fyrir viðmótssérfræðinga!