Í gærkvöldi voru Íslensku vefverðlaunin 2008 veitt í Listasafni Reykjavíkur að lokinni vel heppnaðri vefráðstefnu SVEF. Hátt á annaðhundrað vefir voru tilnefndir til þátttöku og veitt voru verðlaun og viðurkenningar í alls átta flokkum.
Month: janúar 2009
Ráðstefna og Vefverðlaunin
Skráning er nú í fullum gangi á Veflausnir, ráðstefnu SVEF um vefmál sem verður haldin í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Íslensku vefverðlaunin 2008 en verðlaunaathöfn mun fara fram að lokinni ráðstefnunni. Við hvetjum alla til að mæta á fróðlega ráðstefnu og auðvitað verðlaunaafhendinguna líka! Ókeypis er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn SVEF.
Vefir tilnefndir til íslensku vefverðlaunanna 2008
Þá er komið að því! Dómnefnd SVEF hefur komið sér saman um þá vefi sem tilnefndir eru til íslensku vefverðlaunanna 2008. Við hvetjum alla til að skoða tilnefnda vefi. Á listanum má sjá margverðlaunaða vefi sem og glænýja vefi inn á listann. Segja má að fjölbreytt flóra vefja sé tilnefnd að þessu sinni og eykur það auðvitað á spennuna fyrir vikið!
Enska er ekki það sama og enska
Jakob Nielsen kemur inn á skemmtilegan punkt í nýjasta pistli sínum á Alert Box þ.e. hvenær eigi að nota ameríska ensku (American English) og svo breska ensku (British English). Við Íslendingar þurfum reyndar lítið að velta fyrir okkur þessu vandamáli og þó, við sem þjóð höfum gert víðreist í Netheimum og er þetta því mál sem líklega snertir mörg okkar.
Vefurinn þinn getur blómstrað í kreppunni!!
Gerry McGovern skrifar ansi áhugaverða pistla sem gaman er að lesa og pæla í. Síðasti pistill hans kallast í beinni þýðingu Vefurinn þinn getur blómstrað í kreppunni sem ætti að fá flesta til að leggja við hlustir.
Continue reading
Íslenskt hugvit gegn glæpum
Nýverið birtist áhugaverð frétt á mbl.is og víðar í Netheimum. Fréttin var um fyrirtækið Eff2 Technologies og hugbúnað þeirra sem sérhannaður er í baráttunni gegn barnaklámi og viðlíka efni.
10 bestu innri vefirnir 2009 að mati Jakob Nielsen og SJÁ á hlut að máli í einum þeirra!
Innri vefir eru alltaf að verða betri, stærð teymanna sem við þá vinna stækkuðu um 12% á árinu 2008 og meira fé er lagt í innri vefina en áður hafði verið gert. Meðalfjöldi starfsmanna sem höfðu umsjón með innri vefjum voru 6 starfsmenn árið 2001 en eru um 14 nú 8 árum síðar. Þetta kemur fram í nýjustu grein Jakobs Nielsen um bestu innri vefina 2009 (úttektin er framkvæmd 2008 og er alþjóðleg). Svo skemmtilega vill til að SJÁ kom að mótun og uppbyggingu eins af vefjunum í verðlaunasæti þetta árið.
Continue reading