Ráðstefna og Vefverðlaunin

Skráning er nú í fullum gangi á Veflausnir, ráðstefnu SVEF um vefmál sem verður haldin í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 14 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Íslensku vefverðlaunin 2008 en verðlaunaathöfn mun fara fram að lokinni ráðstefnunni. Við hvetjum alla til að mæta á fróðlega ráðstefnu og auðvitað verðlaunaafhendinguna líka! Ókeypis er á ráðstefnuna fyrir félagsmenn SVEF.

Continue reading


10 bestu innri vefirnir 2009 að mati Jakob Nielsen og SJÁ á hlut að máli í einum þeirra!

Innri vefir eru alltaf að verða betri, stærð teymanna sem við þá vinna stækkuðu um 12% á árinu 2008 og meira fé er lagt í innri vefina en áður hafði verið gert. Meðalfjöldi starfsmanna sem höfðu umsjón með innri vefjum voru 6 starfsmenn árið 2001 en eru um 14 nú 8 árum síðar.  Þetta kemur fram í nýjustu grein Jakobs Nielsen um bestu innri vefina 2009 (úttektin er framkvæmd 2008 og er alþjóðleg). Svo skemmtilega vill til að SJÁ kom að mótun og uppbyggingu eins af vefjunum í verðlaunasæti þetta árið.
Continue reading