Stundum hittir Jakob Nielsen nytsemisnaglann á höfuðið. Að þessu sinni er hann að fjalla um lykilorð og hvort að eigi að fela þau þegar þau eru slegin inn í viðmótið. Nielsen segir nei og það er eitthvað sem við erum alveg sammála honum um.
Month: júní 2009
Úttekt á tæplega 300 opinberum vefjum
Forsætisráðuneytið stendur um þessar mundir fyrir því að í þriðja sinn eru opinberir vefir teknir út með tilliti til rafrænnar þjónustu. Úttektin nær til ytri vefsvæða ríkisstofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, sérvefja og opinberra hlutafélaga. Úttektin fór áður fram 2005 og aftur 2007. Sjá ehf. var fengið til að framkvæma og hafa umsjón með verkefninu.
Leitarvélar og Everest
Giraffe Forum sendir oft frá sér gagnlegar og áhugaverðar greinar. Ein af þeim fjallar um leitarvélar og leitarvélaniðurstöður.
Tíu helstu mistökin í uppbyggingu vefsvæða (Information Architecture)
Jakob Nielsen birti um daginn grein um tíu helstu mistökin í uppbyggingu vefsvæða eða það sem kallast á ensku Information Architecture.
Vefur Byrs hlýtur vottun um gott aðgengi
Vefur Byrs hlaut á dögunum vottun um forgang 1 og 2 frá Öryrkjabandalagi Íslands og SJÁ. Vefurinn hefur verið tekinn í gegn að öllu leyti hvað varðar framsetningu upplýsinga, efni, aðgengi o.fl. SJÁ óskar aðstandendum vefjarins innilega til hamingju með áfangann.
Risarnir tveir, Apple og Microsoft í nytsemisúttekt
Á vef Webdesignerdepot má sjá ansi áhugaverða úttekt, þó smá sé í sniðum, á tveimur risum í vefbransanum; Apple og Microsoft. Þó að fyrirtækin tvö séu ekki um allt lík (Apple er með mun einbeittari markaðssókn) þá er mjög áhugavert að sjá hvernig þeir eru að koma út.