Oft er jafn skemmtilegt að lesa um hvað maður á ekki að gera, eins og hvað maður á að gera. Á vef WebdesignDev er einmitt grein sem fjallar um 20 leiðir til að gera vefsíðu nokkuð ömurlega. Þar eru sígild atriði eins og að vera með Splash síðu (kynningarsíðu áður en sjálfur vefurinn opnast), að útbúa vefinn í Flash eingöngu, vera með tónlist í bakgrunni, nota forljóta liti og margt fleira skemmtilegt. Bráðsniðug lesning.
Month: júlí 2009
Rýnihópar og nytsemsprófanir
Nokkur ruglingur hefur verið í gegnum tíðina á því sem kallast rýnihópar (focus groups) og svo nytsemisprófanir (usability testing) sem við köllum prófanir með notendum. Sumir vilja meina að þetta sé einn og sami hluturinn en eins og við hjá SJÁ vitum þá er það sannarlega ekki svo.