Jakob Nielsen, nytsemisgúrú er komin á fullt í Twittið (Twitter) þ.e. hann notar miðilinn til að segja frá því sem er á döfinni hjá honum. Í nýjasta fréttabréfi sínu bendir hann á hvernig best er að haga smáskilaboðum sem þessum svo þau geri sem mest gagn.
Month: ágúst 2009
Ísland í tölum
Á vef Ísland.is má finna nýjustu afurð Datamarket en hún er unnin í samvinnu við forsætisráðuneytið. Verkefnið nefnist Ísland í tölum og má þar finna yfirlit yfir helstu hagstærðir Íslands á einum stað. Reglulega flott framtak sem við viljum hvetja sem flesta til að skoða. Þó þyrfti að bæta aðgengi að upplýsingum fyrir suma notendur (t.d. fyrir þá sem eru blindir) en þar hallar aðeins á.
Nördahugtökin útskýrð
Í vefbransanum eru endalaust á flugi sömu orðin og skammstafanirnar og þó margir viti nákvæmlega hvað þau þýða (eins og t.d. WYSIWYG sem þýðir What You See is What You Get) þá er alltaf gott að rifja upp það helsta. Vefsíðan CSS tricks hefur tekið saman lista yfir helstu heiti og skammstafanir sem nördarnir nota. Gott tækifæri til að virka með á nótunum eftir sumarfrí!