UXMatters tekur hér á viðfangsefni sem er í raun leifar af gömlum tímum. Hér áður fyrr var þess krafist af alþjóðlegum gátlistum varðandi aðgengi, að texti væri alltaf í reitum forma. Þetta var mikilvægt fyrir skjálesara til að finna reitina. Þetta atriði er í raun algjörlega úrelt skjálesaranna vegna en hefur samt ekki verið útrýmt. Það eru þó skiptar skoðanir varðandi það hvort að þessi texti sé gagnlegur eða til trafala fyrir notendur. Continue reading
Month: mars 2010
Það sem má og má ekki í viðmótsprófunum
Viðmótsprófanir verða kannski seint þokkafyllsta starfsgreinin, hins vegar er hún ein af þeim mikilvægari þegar kemur að vefjum. Alveg eins og bifreið er reynsluekin áður en hún er sett í sölu, ætti aldrei að opna vefi án þess að setja þá í viðmótsprófanir. Þetta er eitt af því sem UXMatters telur upp varðandi það sem má og má ekki í viðmótsprófunum.
Hreyfanlegir label – Svolítið smart lausn
CSS Karma birtir hér nýja útlitslega lausn á nöfnum fyrir reiti (t.d. Nafn, Kennitala o.s.frv.) eða label eins og þau kallast. Þetta er flott lausn því hún virkar vel fyrir fatlaða jafnt sem ófatlaða notendur (því label for er á sínum stað) og virkar bæði með javascriptum (þ.e. hreyfingin sjálf) og án javascripta (t.d. á þeim farsímum sem styðja það ekki). Skemmtilegt!
Óvænt hegðun notenda
Enn sem oftar, frábær grein frá Webcredibles um 10 óvænt hegðunarmynstur notenda vefsíðna, út frá þeirra eigin rannsóknum. Sumt kannski er ekki mjög óvænt eins og t.d. að notendur sjái ekki auglýsingar en það sem kemur á óvart er að það sem er einnig myndrænt og litríkt og lítur út fyrir að vera auglýsing (en er það ekki) er líka virt að vettugi.
Svanasöngur Scrum?
Ansi áhugaverð lesning frá Simple Progragrammer þar sem Scrum aðferðin er tætt niður. Niðurlag greinarinnar er að Scrum sé ágætt til síns brúks, að besti hlutinn sé Agile aðferðarfræðin en sé í raun ekkert annað en bóla. Reyndar sagði Bill Gates á sínum tíma að tölvur þyrftu ekki meira minni en 64K í framtíðinni!!