Engar vísbendingar í reitum takk

UXMatters tekur hér á viðfangsefni sem er í raun leifar af gömlum tímum. Hér áður fyrr var þess krafist af alþjóðlegum gátlistum varðandi aðgengi, að texti væri alltaf í reitum forma. Þetta var mikilvægt fyrir skjálesara til að finna reitina. Þetta atriði er í raun algjörlega úrelt skjálesaranna vegna en hefur samt ekki verið útrýmt. Það eru þó skiptar skoðanir varðandi það hvort að þessi texti sé gagnlegur eða til trafala fyrir notendur. Continue reading


Svanasöngur Scrum?

Ansi áhugaverð lesning frá Simple Progragrammer þar sem Scrum aðferðin er tætt niður. Niðurlag greinarinnar er að Scrum sé ágætt til síns brúks, að besti hlutinn sé Agile aðferðarfræðin en sé í raun ekkert annað en bóla. Reyndar sagði Bill Gates á sínum tíma að tölvur þyrftu ekki meira minni en 64K í framtíðinni!!