Nú í upphafi sumars er gott að fara yfir það hvernig hin fullkomni „ég er fjarverandi“ tölvupóstur lítur út. Í nýlegri grein á Fastcompany.com er farið yfir möguleikana. Hvernig er best að gera þetta? Kasta öllu á samstarfsfélaga, lofa tafarlausum svörum daginn sem þú kemur aftur eða bara gefa upp farsímanúmerið sitt? Kíkið á greinina hér.
Month: maí 2010
Notendur of jákvæðir?
Við hjá Sjá könnumst vel við það að fylgjast með notendum í prófunum eiga í mestu erfiðleikum með að finna upplýsingar og nota vefi sem er verið að skoða en eru engu að síður mjög jákvæðir þegar upp er staðið og finnst vefurinn jafnvel „fínn og þægilegur í notkun“. Ástæðan er sú að notendur vilja oftast ekki dæma eða vera of neikvæðir í garð þeirra sem eiga vefinn og eins tilhneiging notenda til að kenna sjálfum sér um þegar illa gengur (ég skoða svo lítið svona vefi, ég er svo vitlaus í svona, ég er óvön/óvanur…o.s.frv.). Micheal Wilson kemur inn á þetta í nýlegu bloggi á Uxboot.com. Einmitt þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með notendum og taka niður athugasemdir um það sem ekki gekk sem skildi. Það sem notandinn segir endurspeglar ekki endilega það sem gerðist í raun og veru.
Hönnunarteymið og prófanir
Kostir þess að allt hönnunarteymið og jafnvel stjórnendur komi að og fylgist með prófunum þegar verið er að skoða nytsemi vefja eru langtum meiri en ókostirnir skv. áhugaverðum pistli Jakob Nielsen. Sér í lagi eykur það sátt um niðurstöðurnar og skilning á þeim.
Góðir innri vefir skipta máli
Gerry McGovern kemur enn og aftur inn á mikilvægi þess að innri vefir fyrirtækja séu góðir í nýjum pistli. Lykilatriði til þess að ná því er að hafa skilning og stuðning frá æðstu stjórnendum.
10 ástæður fyrir að vera ekki á Facebook
Það eru ekki allir sannfærðir um ágæti þess að nota Facebook. Hér má finna samantekt um það hvers vegna maður ætti ekki að vera á Facebook. Sjá grein á Gizmodo.
Hvað má og má ekki í ‘Usability’
SmashingMagazine birti áhugaverða samantekt á dögunum um það sem má og má ekki í ‘Usability’. Þar er stuttlega fjallað um hvernig má auka nytsemi vefja.