Rákumst á snilldar samantekt hjá StyleVein – 20 pick-up línur fyrir vefstjóra og vefhönnuði. Þetta verða allir að lesa.
Month: júlí 2010
Er einfaldleikinn málið?
Í sífellt flóknari heimi þar sem upplýsingar streyma að fólki úr öllum áttum má gera ráð fyrir að nú fari fókusinn að færast í átt að einfaldleika. Í tækni- og vefgeiranum má gera ráð fyrir að menn fókusi frekar á núverandi þarfir frekar en að reyna að taka tillit til alls þess sem gæti gerst á næstu mánuðum eða árum. Þetta á sérstaklega við þegar notast er við hugbúnað sem þjónustu (e. software as a service), þá má alltaf bæta við þegar við á.
Hér má sjá skemmtilega umfjöllun á þessum nótum frá Gerry McGovern.