Vefur Borgarbókasafnsins – www.borgarbokasafn.is – hefur nú fengið aðgengisvottun Sjá og Öryrkjabandalags Íslands. Vefurinn er vottaður um Forgang I, sem er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi fatlaðra að vefjum. Nánari upplýsingar um aðgengisvottanir má finna hér. Vottun Sjá og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu fyrirtækis eða stofnunar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefur er „aðgengilegur“ ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu.
Month: janúar 2011
Opnað fyrir tilnefningar til vefverðlauna
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar vefja til Íslensku vefverðlaunanna 2010. Opið verður fyrir tilnefingar til 25. janúar 2011. Veitt verða verðlaun í 7 flokkum og veitir dómnefnd þar að auki verðlaun í 3 sérstökum flokkum. Sjá nánari upplýsingar um verðlaunaflokkana hér. Athugið að enn er opið fyrir tilnefningar í dómnefndina, en það varður opið til 16. janúar nk. Verðlaunafhending sjálf mun fara fram í Tjarnarbíói við Tjarnargötu í Reykjavík þann 4. febrúar kl. 17.00.
Vefverðlaunin – dómnefnd
Undirbúningur vegna Íslensku vefverðlaunanna 2010 standa nú yfir. Samtök vefiðnaðarins leita nú eftir vefsérfræðingum til að taka að sér sæti í dómnefndinni í ár. Tekið er við tilnefningum til 16. janúar. Sjá nánar á vef SVEF – og tilnefna í dómnefnd.
Bestu innri vefirnir 2011
Jakob Nielsen tekur enn saman bestu innri vefi ársins. Ýmislegt áhugavert kemur fram í þessar árlegu úttekt hans auk upptalningar á vinningshöfum ársins. T.d. hafa um 60% vinningshafa einnig ‘mobile’ innri vef en á síðasta ári voru það 30% vinningshafanna. Skoðið pistilinn hans hér.