Vefur Reykjavíkurborgar hefur nú fengið aðgengisvottun, en vottunin er veitt af Öryrkjabandalaginu og ráðgjafafyrirtækinu Sjá ehf. Í þessu felst að vefurinn er aðgengilegur öllum notendum óháð fötlun eða getu. Jón Gnarr, borgarstjóri, tók á móti fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands sem afhentu honum skjal til staðfestingar á vottuninni.
Vottunin felur einnig í sér skuldbindingu Reykjavíkurborgar til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Miðað er við gátlista Sjá ehf. sem fylgir í meginatriðum gátlista W3C (World Wide Web Committee), frá Website Accessibility Initiative (WAI) sem gefinn var út 1999.