Stafræn stefnumótun

Í næstu framtíð þurfa fyrirtæki að taka mikilvægar ákvarðanir um að gera þær breytingar sem leyfa stafrænar lausnir í stað hefðbundinna.

Breytingarnar þurfa að skila meiri árangri, stytta ferla, nýta krafta samstarfsaðila/hagsmunaaðila betur og gera starfsemina markvissari allt í þeim tilgangi að hafa betri yfirsýn, betri stjórn og geta því tekið betur ígrundaðar ákvarðanir hraðar.

Hjá mörgum fyrirtækjum/stofnunum er þetta langt komið. Málið verður hins vegar flóknara þegar margir hagsmunaaðilar eiga aðild að sama verkefni.

Greina verður hvernig má bæta vörur eða ferla og gera þá verðmætari fyrir notendur.

Stafræn framtíð

Sjá hefur mikla reynslu í að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum þetta breytingaferli og sníður ráðgjöf að hverjum og einum viðskiptavini.

Sjá aðstoðar fyrirtæki við stafræna stefnumótun og að setja niður markmiðin sem liggja til grundvallar smíði á lausnum.

Í allri þróun er mikilvægt að vinna stefnu. Án slíkrar vinnu er óráðlegt að hefja smíði eða fjárfesta á lausnum.

Viltu heyra í okkur?

Hringdu í okkur í síma 5113110 eða sendu okkur tölvupóst á sja@sja.is