Skilja notendur vefinn þinn?
Þú ættir að leita til Sjá vegna þess að:
- Við þekkjum hegðun notenda
- Við mælum upplifun og ánægju notenda
- Við erum sérfræðingar í þessum málum
- Við höfum reynsluna – höfum unnið ótal verkefni
- Við erum óháð, erum ekki að selja lausnir heldur hugsum út frá þínum þörfum
- Til að fá raunverulegar niðurstöður sem þú getur byggt frekari ákvarðanatöku á
Skoðaðu meira um þjónustu Sjá:
Stafræn stefnumótun
Við aðstoðum fyrirtæki við að móta stafræna stefnu og það breytingarferli sem nauðsynlegt er til að mæta kröfum notenda framtíðarinnar.
Notendaprófanir
Það hefur reynst mjög gagnleg aðferð að fylgjast með notendum nota vefi, því oft er upplifun þeirra allt önnur en gert var ráð fyrir í upphafi. Notendavænn og aðgengilegur vefur er mun líklegri til vinsælda.
Ráðgjöf og þarfagreining
Þarfagreining er forsenda þess að hægt sé að byggja upp framtíðarsýn vefja og vinna svo markvisst að henni. Þarfagreining auðveldar mjög alla vinnu við þróun og viðhald vefja.
Aðgengisúttekt
Aðgengisúttekt Sjá byggir á alþjóðlegum stöðlum WCAG 2.0 AA sem leiðbeinir um hvernig ganga skuli frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum. Vefir sem samræmast WCAG 2.0 staðlinum eru aðgengilegri bæði leitarvélum og fólki sem vill skoða vefinn í mismunandi tækjum.