Um Sjá

Sjá er fyrirtæki sem hefur unnið að notendarannsóknum frá árinu 2001 og komið að fjölda stefnumótunar-, innleiðingar og samþættingarverkefna. Notendanálgunin á mikið erindi til stjórnenda sem vilja hámarka þjónustu og umbætur í rekstri. Sjá hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum á vefnum og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjá hefur sérhæft sig í að prófa vefi og viðmót með notendum í því skyni að kasta ljósi á notendavandamál svo fyrirtæki geti betur bætt úr þeim.

Sjá hefur jafnframt unnið með fjölda fyrirtækja við að þarfagreina vefi bæði í því skyni að aðstoða við að finna veflausnir fyrir fyrirtæki eins og þegar velja á vefumsjónarkerfi. Ekki síður hefur þó þarfagreiningin gengið út á að aðstoða við framsetningu á vefnum, ákveða hvaða efni á að vera á honum og hvaða virkni hentar því efni.

JÓHANNA SÍMONARDÓTTIR

Framkvæmdastjóri  og  stafrænn ráðgjafijohanna_lit_1

Jóhanna er ein af stofnendum SJÁ. Hún er með MSc gráðu í mannfræði frá LSE (London School of Economics) í London og BA gráðu í mannfræði og spænsku frá Háskóla Íslands. Jóhanna hefur mikla reynslu í vefgeiranum og hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri um árabil. Hún hefur gert fjölda rannsókna sem tengjast upplifun notenda á viðmóti og notendavæni vefja og kerfa. Áður var Jóhanna í ferðabransanum en hún var yfirfarastjóri hjá Flugleiðum á Spáni í nokkur ár.

Netfang: johanna@sja.is

Sími: 694-9442

ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR

aslaug_lit_1Sérfræðingur og stafrænn ráðgjafi

Áslaug er með MSc gráðu í vinnusálfræði frá The University of Hertfordshire, Englandi. Hún er einnig með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Einn hluti vinnusálfræðinnar eru samskipti manns og tölvu. Áslaug er ein af stofnendum SJÁ. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík um árabil og hefur setið í fjölda ráða og stjórna. Fyrir tíma Sjá starfaði Áslaug sem verkefnastjóri hjá Íslensku vefstofunni og tók þar þátt í þróun og smíði margra frumgerða íslenskra vefja. Á árunum 1996 – 2000 starfaði Áslaug sem deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sá þar um upplýsingaöflun og úrvinnslu tölulegra gagna, ásamt því að vinna að málefnum fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga. Áslaug hefur mikla reynslu af verkefnastjórn, stefnumótun, notendaprófunum og úttektum á vefjum og kerfum.

Netfang: aslaug@sja.is

Sími: 699-5223

SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR

SigrunTh_lit1-225x300Sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Netinu

Sigrún útskrifaðist frá The University of Westminster í London árið 2001 með MA gráðu í hönnun fyrir gagnvirka miðla. Sigrún er einnig með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og BA gráðu í Grafík frá Listaháskóla Íslands. Sigrún hefur verið í nánu samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands varðandi þróun aðgengismála á Netinu á Íslandi. Hún hefur unnið að fjölmörgum verkefnum hérlendis jafnt sem erlendis undanfarin ár og hefur haldið fyrirlestra og námskeið. Sigrún hefur ásamt vinnu á Íslandi búið og starfað í London undanfarin 6 ár hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í vefráðgjöf. Sigrún er meðlimur í GAWDS (Guild of Accessible Web Designers).

Netfang: sigrun@sja.is

SIGRÚN HARÐARDÓTTIR

sigrunh_litSérfræðingur – úttektir, mat, þýðingar og textavinna

Sigrún er með MPhil og MSc gráður í mannfræði frá LSE (London School of Economics) og BA gráðu í sama fagi frá Háskóla Íslands. Áður vann Sigrún hjá Tavistock Institute í London þar sem hún vann við óháð mat (evaluation) á verkefnum og áætlunum fyrir opinbera geirann og Evrópuráðið í málefnum upplýsingatækni, heilbrigðiskerfis, byggðastefnu og samfélagslegra verkefna. Meðfram námi vann Sigrún hjá London School of Economics Centre for Civil Society sem aðstoðarmaður og sem leiðsögumaður á Íslandi. Sigrún var þrjú ár í Kína og lærði þar kínversku og gerði vettvangsrannsókn í þorpi í suðvestur Kína til MPhil verkefnis síns.