Um Sjá

Sjá var stofnað 15. janúar 2001. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum á vefnum og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjá hefur sérhæft sig í að prófa vefi og viðmót með notendum í því skyni að kasta ljósi á notendavandamál svo fyrirtæki geti betur bætt úr þeim.

Sjá hefur jafnframt unnið með fjölda fyrirtækja við að þarfagreina vefi bæði í því skyni að aðstoða við að finna veflausnir fyrir fyrirtæki eins og þegar velja á vefumsjónarkerfi. Ekki síður hefur þó þarfagreiningin gengið út á að aðstoða við framsetningu á vefnum, ákveða hvaða efni á að vera á honum og hvaða virkni hentar því efni.

JÓHANNA SÍMONARDÓTTIR

Framkvæmdastjórijohanna_lit_1

Jóhanna er ein af stofnendum SJÁ. Hún er með MSc gráðu í mannfræði frá LSE (London School of Economics) í London og BA gráðu í mannfræði og spænsku frá Háskóla Íslands. Jóhanna hefur mikla reynslu í vefgeiranum og hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri um árabil. Hún hefur gert fjölda rannsókna sem tengjast upplifun notenda á viðmóti og notendavæni vefja og kerfa. Áður var Jóhanna í ferðabransanum en hún var yfirfarastjóri hjá Flugleiðum á Spáni í nokkur ár.

Netfang: johanna@sja.is

Sími: 694-9442

ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR

aslaug_lit_1Sérfræðingur í prófunum og þarfagreiningu

Áslaug útskrifaðist með MSc gráðu í vinnusálfræði frá The University of Hertfordshire, Englandi árið 1995. Hún er einnig með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands síðan 1992. Einn hluti vinnusálfræðinnar eru samskipti manns og tölvu. Áslaug er ein af stofnendum SJÁ. Fyrir tíma Sjá starfaði Áslaug sem verkefnastjóri hjá Íslensku vefstofunni og tók þar þátt í þróun og smíði margra frumgerða íslenskra vefja. Á árunum 1996 – 2000 starfaði Áslaug sem deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sá þar um upplýsingaöflun og úrvinnslu tölulegra gagna, ásamt því að vinna að málefnum fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga. Áslaug hefur mikla reynslu af verkefnastjórn, stefnumótun, notendaprófunum og úttektum á vefjum og kerfum.

Netfang: aslaug@sja.is

Sími: 699-5223

SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR

SigrunTh_lit1-225x300Sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Netinu

Sigrún útskrifaðist frá The University of Westminster í London árið 2001 með MA gráðu í hönnun fyrir gagnvirka miðla. Sigrún er einnig með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og BA gráðu í Grafík frá Listaháskóla Íslands. Sigrún hefur verið í nánu samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands varðandi þróun aðgengismála á Netinu á Íslandi. Hún hefur unnið að fjölmörgum verkefnum hérlendis jafnt sem erlendis undanfarin ár og hefur haldið fyrirlestra og námskeið. Sigrún hefur ásamt vinnu á Íslandi búið og starfað í London undanfarin 6 ár hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í vefráðgjöf. Sigrún er meðlimur í GAWDS (Guild of Accessible Web Designers).

Netfang: sigrun@sja.is

SIGRÚN HARÐARDÓTTIR

sigrunh_litSérfræðingur – úttektir, mat, þýðingar og textavinna

Sigrún er með MPhil og MSc gráður í mannfræði frá LSE (London School of Economics) og BA gráðu í sama fagi frá Háskóla Íslands. Áður vann Sigrún hjá Tavistock Institute í London þar sem hún vann við óháð mat (evaluation) á verkefnum og áætlunum fyrir opinbera geirann og Evrópuráðið í málefnum upplýsingatækni, heilbrigðiskerfis, byggðastefnu og samfélagslegra verkefna. Meðfram námi vann Sigrún hjá London School of Economics Centre for Civil Society sem aðstoðarmaður og sem leiðsögumaður á Íslandi. Sigrún var þrjú ár í Kína og lærði þar kínversku og gerði vettvangsrannsókn í þorpi í suðvestur Kína til MPhil verkefnis síns.