Ráðgjöf og þarfagreining

Þarfagreining – Rýnihópar – Notendagreining

T2Þarfagreining Sjá skiptist í nokkra þætti. Fyrst að skilgreina markmið og hvernig hægt er að ná þeim.  Rýnihópar, hugarflugsfundir og greiningarviðtöl með markhópum eða notendahópum eru gagnleg tæki í þessum tilgangi.

Þegar ofangreint liggur fyrir er hægt að byrja að smíða veftré vefjarins og fara að sjá fyrir sér myndræna framsetningu hans með því að búa til skjámyndaflæði. Skjámyndaflæði sýnir virkni og tengsl einstaka síðna vefjarins. Hér eru helstu ferlin oft teiknuð upp á notendavænan hátt og þess gætt að uppbyggingin byggi á markmiðunum.

Val á vefumsjónarkerfi og öðrum lausnum

Út frá þessu er hægt að smíða kröfulýsingu sem segir til um hvaða virkni og lausnir þarf til að smíða þann vef sem mótaður hefur verið. Kröfulýsinguna er hægt að nýta til dæmis ef velja á vefumsjónarkerfi en einnig til að leggja niður fyrir sér hvaða lausnir eru til í fyrirtækinu og hvaða lausnir þarf að kaupa til viðbótar.

Innri vefir

Sjá hefur unnið að stefnumótun, þróun, prófunum og uppsetningu innri vefja auk þess að sjá um verkefnastjórn.
Sjá hefur komið að innri vefjum stærstu fyrirtækja landsins.

Af hverju þarfagreiningu?

Þarfagreining er forsenda þess að hægt sé að byggja upp framtíðarsýn vefja og vinna svo markvisst að henni. Þarfagreining auðveldar mjög alla vinnu við þróun og viðhald vefja. Ákvarðanataka vegna nýrra atriða sem koma upp, til dæmis hvað varðar efni, innihald eða virkni, verður mun auðveldari þegar þarfagreining liggur fyrir. Ef vefurinn er ekki því minni að umfangi ættu fyrirtæki aldrei að leggja út í mikla þróun eða fjárfestingar án þess að greina fyrst þarfir.

Hvenær á að nota þarfagreiningu?

  • Þegar þú ert að fara að smíða nýjan vef
  • Þegar þú ert að fara að taka gamlan vef í gegn
  • Þegar óánægja er til staðar með vefinn
  • Þegar þörf er að meta hlutverk vefjarins til dæmis vegna vinnu við viðhald og þess háttar
  • Þegar taka þarf ákvarðanir um hvaða efni og virkni á að vera til staðar
  • Þegar þér finnst þú ekki hafa skýra sýn á það hvert vefmálin stefna

Við skilum:

  • Þarfagreiningarskýrslu; framtíðarsýn og leiðir að henni
  • Niðurstöður af einstaka viðtalsfundum
  • Yfirlitsmynd af uppbyggingu veftrés
  • Skjámyndir og flæði – einstaka síður vefjarins og tengsl á milli þeirra