Um Sjá

Sjá er fyrirtæki sem byggir þjónustu sína á notendamiðaðri nálgun.  Notendanálgunin á mikið erindi til stjórnenda sem vilja hámarka þjónustu og umbætur í rekstri. Umbótum fylgja breytingar á mannauði, kerfum og ferlum og Sjá veitir ráðgjöf og vinnur með stjórnendum. Sjá hefur unnið að notendarannsóknum frá árinu 2001 og komið að fjölda stefnumótunar-, innleiðingar og samþættingarverkefna.  Sjá hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum og er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjá hefur sérhæft sig í að prófa vefi og viðmót með notendum í því skyni að kasta ljósi á notendavandamál svo fyrirtæki geti betur bætt úr þeim.

Sjá hefur jafnframt unnið með fjölda fyrirtækja að þarfagreiningu og stefnumótun,  s.s. stafrænni stefnu, vefstefnu, greina kröfur til vefumsjónarkerfa, skjalakerfa og annarra stafrænna lausna. Sjá vinnur einnig með fyrirtækjum að mæta breytingum sem fylgja innleiðingunni bæði hvað mannauð og ferla varðar.

JÓHANNA SÍMONARDÓTTIR

Framkvæmdastjóri  og  stafrænn ráðgjafijohanna_lit_1

Jóhanna er ein af stofnendum SJÁ. Hún er með MSc gráðu í mannfræði frá LSE (London School of Economics) í London og BA gráðu í mannfræði og spænsku frá Háskóla Íslands. Jóhanna hefur mikla reynslu í vefgeiranum og hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri um árabil. Hún hefur gert fjölda rannsókna sem tengjast upplifun notenda á viðmóti og notendavæni vefja og kerfa. Starf Jóhönnu felst í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í að skilgreina og draga fram þarfir þjónustunotenda í víðum skilningi og aðlaga starfsemi að þörfum notenda með áherslu á bæði innri og ytri þætti í starfinu. Áherslan er á að bæta og einfalda þjónustu og verkferla og eins aðstoða við innleiðingu. Starfið felur í sér stefnumótun, þarfagreiningu og ráðgjöf, verkefnastjórn, áætlanagerð og eftirflylgni, aðstoð við innleiðingu, umsjón með útboði lausna og samninga sem og ráðgjöf í stafrænni þróun. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Íslensku vefstofunni og tók þar þátt í þróun og smíði margra frumgerða íslenskra vefja. Áður var Jóhanna í ferðabransanum en hún var yfirfarastjóri hjá Flugleiðum á Spáni í nokkur ár.

Netfang: johanna@sja.is

Sími: 694-9442

SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR

SigrunTh_lit1-225x300Sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Netinu

Sigrún útskrifaðist frá The University of Westminster í London árið 2001 með MA gráðu í hönnun fyrir gagnvirka miðla. Sigrún er einnig klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands og með BA gráðu í Grafík frá Listaháskóla Íslands. Sigrún hefur verið í nánu samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands varðandi þróun aðgengismála á Netinu á Íslandi. Hún hefur unnið að fjölmörgum verkefnum hérlendis og erlendis undanfarin ár og hefur haldið fyrirlestra og námskeið. Sigrún bjó og starfaði í London í 10 ár hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfði sig í vefráðgjöf. Sigrún er meðlimur í GAWDS (Guild of Accessible Web Designers).

Netfang: sigrun@sja.is