Viðskiptavinir

Segja má að viðskiptavinir Sjá komi úr öllum geirum, bæði er um að ræða fyrirtæki sem eru í mikilli vefþróun og eins fyrirtæki sem halda úti einfaldri vefsíðu.
Á þeim tíma sem Sjá hefur starfað hefur safnast gríðarleg reynsla sem ráðgjöf Sjá byggir á og viðskiptavinir okkar búa að. Sjá vinnur með ólíkum fyrirtækjum sem hafa að sama skapi mjög ólíkar þarfir. Sem dæmi um verkefni má nefna:

Fyrirtæki í mikilli vefþróun:

  • prófanir með notendum
  • styttri úttektir (skemmri tími)
  • verkefnastjórnun

Einstök verkefni:

  • sniðin að þörfum viðkomandi
  • prófanir með notendum og sérfræðingamat
  • stefnumótun, þarfagreining, útboð

Fjöldi fyrirtækja hefur leitað til Sjá með aðstoð við að gera vefi sína aðgengilega öllum. Í kjölfarið á ítarlegri aðgengisúttekt fá þeir vefir sem standast kröfur um aðgengi vottun þar um, en Sjá vottar aðgengilega vefi í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands.

Viðskiptavinir Sjá skipta hundruðum og verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum, hér eru dæmi um viðskiptavini úr ólíkum áttum.

Listi yfir viðskiptavini