Ríkisstjórnin samþykkir aðgengismál: Skýrsla um aðgengismál


Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn, þann 13. janúar sl., skýrslu um aðgengi allra að vefnum. Skýrslan er unnin af forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti og eru þar lagðar fram tillögur um aðgerðir sem stuðla að því að fatlaðir og aðrir hópar sem gefa þarf sérstakan gaum í upplýsingasamfélaginu geti nýtt sér þjónustu á Netinu. Ákveðið hefur verið að fara að þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni og stefna að því að allir opinberir vefir á Íslandi uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur í aðgengismálum. Skýrslan er á PDF sniði en er aðgengileg skjálesurum:
 
Ríkisstjórnin samþykkir aðgengismál (stærð skjals 176kb)