Gleðilegt ár!

Gleðilegt nýtt ár – og takk fyrir þau gömlu!

Við byrjum árið á að skoða nýjustu úttekt NormanNielsen Group á bestu innri vefjunum en nýr listi hefur verið gefinn út. Það vekur sérstaka athygli að stór hluti þessara vefja er settur upp í Sharepoint en tekið er fram að það sé þó með mikilli aðlögun og sérsmíði.

Það kemur hins vegar ekki á óvart þegar tekið er fram að þróun á góðum innri vef er langtíma verkefni sem tekur að meðaltali 2-3 ár. Hér má skoða pistil Jakob Nielsen um bestu innri vefina 2013.