Ríkisstjórnin samþykkir nýja aðgengisstefnu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt nýja aðgengisstefnu fyrir opinbera vefi til að tryggja aðgengi m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja almennt. Innleiðingu viðmiðanna skal ljúka fyrir 1. janúar 2015.

Aðgengisviðmiðin í nýju stefnunni fylgja staðli alþjóðlegu staðlasamtakanna W3C (WCAG 2.0 AA) sem hefur verið kynntur hagsmunaaðilum og farið í gegnum víðtækt umsagnarferli á vegum innanríkisráðuneytisins. Ráðuneytinu bárust á annan tug umsagna í gegnum wiki-umræðu eða tölvupóst og í þeim öllum kom fram stuðningur við þá hugmynd að gera WCAG 2.0 AA að viðmiði fyrir alla opinbera vefi á Íslandi.

Skoða frétt á vef innanríkisráðuneytisins.