Notendur eru óþolinmóðir

Enn og aftur kemst Gerry McGovern að kjarna málsins í nýjasta pistlinum sínum.  Notendur eru óþolinmóðir og með ákveðin verkefni í huga þegar þeir heimsækja vefi.  Þeir vilja ekki láta leiða sig af leið með auglýsingum og markaðsefni eða tilgangslausu hjali. Hann fjallar um tilraun Google til að breyta upphafssíðu leitarvélarinnar með ekki góðum árangri.  Lesið greinina hér.


Bestu innri vefirnir 2011

Jakob Nielsen fjallar enn um innri vefi og hvernig önnur lögmál eiga að hluta við um þau en ytri vefi fyrirtækja og stofnana. Nú kemur hann inn á aukningu í notkun Sharepoint kerfisins (eða sambærilegra kerfa) undir innri vefi og hvernig það getur auðveldað smíði og innleiðingu. Þrátt fyrir það að byggja á sama undirliggjandi kerfinu eru innri vefir samt ólíkir í uppbyggingu og innihaldi enda fer það algerlega eftir eðli og starfsemi fyrirtækis hvernig innri vefurinn er.

Hann auglýsir einnig eftir tilnefningum fyrir samkeppni um besta innri vefinn 2011.  Á þinn innri vefur erindi?