Usability Body of Knowledge

Við rákumst á áhugavert verkefni á vegum The Usability Professionals’ Association (UPA).  Um er að ræða fræðsluvef um nytsemi (e. usability). Um er að ræða fyrstu drög en verkefnið er enn í vnnslu og miðar að því að safna saman efni sem til er og hefur verið gefið út. Lagt er upp með að útkoman verði handbók um nytsemi og þær aðferðir sem notaðar eru. Vefurinn eða handbókin verður svo í stöðguri þróun samhliða þróun í faginu. Skoða má vefinn hér.


Námskeið með Opna háskólanum

Opni háskólinn í HR kynnir nýtt hagnýtt lengra nám: Viðskipti um vefinn. Námið er 45 klst. þverfaglegt nám um viðskiptahætti á netinu, sem byggir m.a. á vinnu nemenda með eigin verkefni eða viðskiptahugmynd. Þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning fræðimanna, gestakennara úr atvinnulífinu og annarra sérfræðinga. Námið er fjölbreytt og hagnýtt og gefur innsýn í tæknilega, markaðslega og rekstrarlega þætti í farsælum viðskiptum um vefinn. Sjá kemur að skipulagningu og kennslu á hluta námskeiðsins.

Continue reading


Íslensku vefverðlaunin – vinningsvefirnir

Uppskeruhátíð íslenska vefgeirans er afstaðin en Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á föstudaginn var í tíunda sinn. Veitt voru verðlaun í samtals 11 flokkum en  yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna bárust að þessu sinni. Simon Collison afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Tjarnarbíói.

Sigurvegarar kvöldsins voru margir en Meniga.is var valinn besti íslenski vefurinn og vefurinn CafeSigrún.com sem stendur okkur Sjá-liðum nærri var valin sá besti í flokkinum Bestu blogg/efnistök/myndefni.

Til hamingju Sigrún og Jóhannes!

Continue reading


Íslensku vefverðlaunin afhent 4. febrúar

Íslensku vefverðlaunin 2010 verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói þann 4. febrúar nk.

Þetta er í tíunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt og verður því athöfnin með glæsilegra móti. Þessi verðlaun eru jafnframt uppskeruhátíð vefiðnaðarins og allra þeirra sem í honum starfa.

Dagskráin hefst kl. 18 með fyrirlestri Simon Collison (www.colly.com) sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Simon mun ræða um stöðu og framtíðarsýn vefiðnaðarins. Að því loknu mun hann afhenda verðlaunin. Aðgangur er ókeypis.